Á Austurströnd 5 út á Seltjarnarnesi er glæsileg inniaðstaða með 6 Trackman golfhermum.
Hér getum við farið yfir allt sem þú ert að gera vel og það sem má betur fara
Inniæfingaaðstaða Nesklúbbsins er staðsett á Austurströnd 5 og ber nafnið Nesvellir.
Aðstaðan opnaði í janúar árið 2022 og er virkilega skemmtilega sett upp og aðgengið er virkilega gott.
Í inniaðstöðunni eru: 6 Trackman golfhermar af bestu og fullkomnustu gerð þar sem hægt er að leika marga af frægustu golfvöllum heims í frábærum gæðum.
Hermarnir eru rúmgóðir og í þeim eru þægilegir stólar. Fyrir þá sem vilja gott næði er hægt að draga tjöld fyrir og vera út af fyrir sig.
Glæsileg 130 fermetra ný púttflöt. Líkamsræktaraðstaða fyrir léttar æfingar.
Gosdrykkir og súkkulaði til sölu. Alltaf heitt á könnunni.